Um KMÍ
Á döfinni

14.1.2019

Vinnusmiðja í klippiráðgjöf fyrir heimildamyndir

Umsóknarfrestur er 28. janúar

Samtök kvikmyndaleikstjóra (SKL) stendur fyrir vinnusmiðju í klippiráðgjöf fyrir heimildamyndir á grófklippistigi. Smiðjan er haldin með stuðningi frá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Vinnusmiðjan verður haldin á Bifröst fyrstu helgina í mars og stendur yfir í 3 daga.

Smiðjan er fyrir skapandi heimildamyndir sem eru að meirihluta íslensk framleiðsla og felur í sér ráðgjöf í klippingu fyrir myndir á grófklippistigi.

Ráðgjafi smiðjunnar verður Luciano Barisone, sem hefur verið starfandi við heimildamyndagerð til fjölda ára. Á árunum 2011 til 2017 var hann listrænn stjórnandi Vision du Reel í Sviss, sem er ein virtasta hátíð í heimi fyrir heimildamyndir. Hann hefur einnig kennt og sinnt ráðgjafastörfum fyrir heimildamyndir og m.a. verið í valnefnd fyrir alþjóðlegu kvikmyndahátíðarnar í Locarno og Feneyjum.

Mikilvægt er að bæði klippari og leikstjóri taki þátt í smiðjunni og að allir þátttakendur taki virkan þátt í hinum verkefnum smiðjunnar, því oft er mikill lærdómur fólginn í því að fylgjast með öðrum verkefnum.

Eitt verkefni verður tekið fyrir á dag. Fyrir hádegi horfa allir þátttakendur saman á tiltekið verkefni og eftir hádegi er unnið með Luciano.

Þátttökugjald er 15.000 kr. á mann og er gert ráð fyrir að bæði klippari og leikstjóri taki þátt í smiðjunni. Innifalið í verðinu er gisting og aðstaða.

Umsókn skal fylgja synopsis, treatment og stutt lýsing á verkinu, ásamt hlekk á grófklippi með leyniorði.

Umsóknarfrestur er 28. janúar 2019 og umsóknir sendist á netfangið yrsarocafannberg@gmail.com með yfirskriftinni Vinnusmiðja.

Hér í viðhengi má lesa nánar um feril Luciano Barisone.