Um KMÍ
Á döfinni

22.5.2018

Söngur Kanemu vann til tveggja verðlauna á Skjaldborg

Heimildamyndahátíðin Skjaldborg fór fram í 12. skipti dagana 18.-21. maí á Patreksfirði. Alls voru sýndar 18 heimildamyndir á hátíðinni ásamt því að sýnd voru ýmis verk í vinnslu.
 
Það var myndin Söngur Kanemu, eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur, sem vann til beggja verðlauna hátíðarinnar þ.e. áhorfendaverðlaunanna Einarsins og dómnefndarverðlaunanna Ljóskastarans. 

Fram kemur í umsögn dómnefndar að myndin hafi ríkt erindi við samtíma sinn, miðli mikilvægum lífsgildum og fangi litróf þjóðarinnar. Eins kemur fram að sagan sé sögð af mikilli hlýju og næmni. 

Söngur Kanemu fjallar um leit hinnar söngelsku Ernu Kanemu að söngvum frá Sambíu, heimalandi föður síns. Erna öðlast um leið skilning á tónlistarhefð forfeðra sinna og tekur brot af henni með sér heim til Íslands.

Anna Þóra leikstýrir, skrifar handritið og framleiðir myndina fyrir Klipp og meðframleiðandi er Guðbergur Davíðsson fyrir Ljósop. Um tónlist í myndinni sér Árni Rúnar Hlöðversson. 

Stefnt er á að myndin fari í almennar sýningar í haust. 

https://vimeo.com/256801632