Um KMÍ
Á döfinni

19.9.2018

Stór íslenskur fókus fyrir börn og ungmenni á Schlingel kvikmyndahátíðinni – 11 myndir sýndar

11 íslenskar kvikmyndir verða sýndar sem hluti af sérstökum íslenskum kvikmyndafókus á Schlingel kvikmyndahátíðinni, sem er sérstaklega ætluð börnum og ungmennum. Hátíðin mun fara fram í Chemnitz í Þýskalandi frá 1. – 7. október.

Víti í Vestmannaeyjum undir leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar verður opnunarmynd hátíðarinnar. Bragi verður viðstaddur sýninguna ásamt Martin Eyjólfssyni, sendiherra Íslands í Berlín.

Kvikmyndirnar 11 sem verða sýndar sem hluti af fókusnum eru:

Víti í Vestmannaeyjum (2018) undir leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar,

Lói – Þú flýgur aldrei einn (2018) undir leikstjórn Árna Óla Ásgeirssonar,

Svanurinn (2017) eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur,

Hjartasteinn (2016) eftir Guðmund Arnar Guðmundsson,

Málmhaus (2013) eftir Ragnar Bragason,

Órói (2010) undir leikstjórn Baldvins Z,

Duggholufólkið (2007) eftir Ara Kristinsson,

Nói albínói (2003) eftir Dag Kára,

Ikíngut (2000) undir leikstjórn Gísla Snæs Erlingssonar,

Stikkfrí  (1997) eftir Ara Kristinsson,

Skýjahöllin (1994) eftir Þorstein Jónsson.

Fjöldi íslenskra kvikmyndafókusa hafa farið fram víðsvegar um víðsvegar um heiminn á undanförnum árum en þessi er sá stærsti sinnar tegundar á erlendri grund, þ.e. sérstakur fókus fyrir börn og ungmenni. Myndirnar 11 eru ólíkar og ætlaðar mismunandi aldurshópum, sem er í takt við stefnu Schlingel hátíðarinnar að bjóða upp á myndir fyrir börn og ungmenni á sem víðfeðmustu aldurssviði.