Um KMÍ
Á döfinni

30.10.2017

Stór íslenskur kvikmyndafókus í Valladolid

17 íslenskar kvikmyndir voru sýndar sem hluti af sérstökum íslenskum kvikmyndafókus á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni, sem fór fram frá 21. – 28. október.

Af því tilefni var gefinn út bæklingur þar sem farið var yfir þær íslensku myndir sem sýndar voru á hátíðinni ásamt stuttu ágripi af íslenskri kvikmyndasögu. Texti er eftir Björn Norðfjörð. Hægt er að nálgast bæklinginn á ensku hér og spænsku hér

Í gegnum tíðina hafa íslenskar kvikmyndir átt góðu gengi að fagna og unnið til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Valladolid, þeirra á meðal Eldfjall eftir Rúnar Rúnarsson, Útrás Reykjavík eftir Ísold Uggadóttur, Hrútar eftir Grím Hákonarson og Fúsi eftir Dag Kára.

Myndirnar 17 sem voru sýndar á fókusnum:

Á köldum klaka, Friðrik Þór Friðriksson (1995),

101 Reykjavík, Baltasar Kormákur (2000),

Mávahlátur, Ágúst Guðmundsson (2001),

Nói albínói, Dagur Kári  (2003),

Kaldaljós, Hilmar Oddsson (2004),

Hinn undursamlegi sannleikur um Raquelu drottningu, Ólafur de Fleur Jóhannesson (2008),

Sveitabrúðkaup, Valdís Óskarsdóttir (2008),                               

Órói, Baldvin Z (2010),

Brim, Árni Ólafur Ásgeirsson (2010),

Okkar eigin Osló, Reynir Lyngdal (2011),

Á annan veg, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson (2011),

XL, Marteinn Þórsson (2013),

Eldfjall, Rúnar Rúnarsson (2011),

Hross í oss, Benedikt Erlingsson (2013),

Málmhaus, Ragnar Bragason (2013),

Hjartasteinn, Guðmundur Arnar Guðmundsson (2016),

Sundáhrifin, Sólveig Anspach (2016).