Um KMÍ
Á döfinni

7.7.2020

Sumarljós og svo kemur nóttin valin á Venice Gap Financing Market

Sumarljós og svo kemur nóttin, verkefni í þróun eftir Elfar Aðalsteins, hefur verið valin á Venice Gap-Financing Market sem mun fara fram frá 4. - 6. september 2020 samhliða hinni virtu kvikmyndahátíð í Feneyjum. 

Venice Gap-Financing Market er markaður sem er ætlað að hjálpa evrópskum og alþjóðlegum kvikmyndaframleiðendum að verða sér úti um fjármögnun fyrir verkefni sín (leiknar kvikmyndir, heimildamyndir og sýndarveruleikaverkefni).

Sumarljós og svo kemur nóttin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Jón Kalman Stefánsson og er myndin framleidd af Heather Millard, Lilju Snorradóttur, Elfari Aðalsteins og Ólafi Darra Ólafssyni fyrir Berserk Films, Polar Bear og Vilda Bomben Film.

Um myndina:

Þorpið er stútfullt af skrítnum sögum og ef þú hlustar þá segjum við þér kannski nokkrar þeirra: af forstjóranum sem dreymir á latínu og fórnar glæstum frama fyrir stjörnuskoðun og gamlar bækur, af næstum gegnsæjum dreng sem tálgar og málar mófugla, af framhjáhaldi undir berum himni og stórum steini sem er mölvaður í duft.

Nánari upplýsingar um Venice Gap og þau verkefni sem valin voru á markaðinn má finna hér.