Um KMÍ
Á döfinni

30.7.2018

Svanurinn og Undir trénu verðlaunaðar í Japan

Kvikmyndahátíðin Skip City International D-Cinema Festival fór fram 15. skipti í Saitama, Japan, dagana 13.-22 júlí. 

Tvær íslenskar myndir voru valdar til þátttöku í alþjóðlegu keppni hátíðarinnar. Annars vegar Svanurinn, eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, og hins vegar Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson. 

Báðar myndir hlutu verðlaun á hátíðinni, Svanurinn hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar (e. special mention) og hlaut Hafsteinn Gunnar leikstjórnar verðlaun fyrir Undir trénu

Birgitta Björnsdóttir, framleiðandi Svansins, og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Undir trénu voru viðstödd hátíðina og veittu verðlaununum móttöku.