Um KMÍ
Á döfinni

9.11.2017

Svanurinn seld til dreifingar í Norður-Ameríku, Kína og Litháen

Kvikmyndin Svanurinn, í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, hefur verið seld til dreifingar í Norður-Ameríku, Kína og Litháen. Þýska sölufyrirtækið m-Appeal sér um að selja myndina. 
Synergetic Distribution keypti réttinn til að dreifa myndinni í Norður-Ameriku og hyggst dreifa myndinni í kvikmyndahús. Dreifing myndarinnar í Kína verður í höndum Hugoeast, og í Litháen mun European Film Forum Scanorama sjá um dreifingu. 

Ása Helga Hjörleifsdóttir skrifar einnig handritið að Svaninum, sem er byggð á samnefndri skáldsögu Guðbergs Bergssonar. Myndin er framleidd af Birgittu Björnsdóttur og Hlín Jóhannesdóttur fyrir Vintage Pictures á Íslandi og erlendir meðframleiðendur koma frá Þýskalandi og Eistlandi.

Eftir heimsfrymsýningu á Svaninum í Toronto í september s.l. hefur myndin verið sýnd á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck í Þýskalandi þar sem hún keppti í barna og unglingahluta hátíðarinnar ásamt því sem myndin verður sýnd á Black Nights hátíðinni sem fer fram í Tallinn undir lok mánaðarins. 

Til stendur að frumsýna myndina á Íslandi í byrjun janúar. Í aðalhlutverkum eru Gríma Valsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.
Kvikmyndin var styrkt af Kvikmyndasjóði Íslands, Filmförderung Hamburg  Schleswig - Holstein og Estonian Film Institut