Um KMÍ
Á döfinni

1.12.2017

Svanurinn valin besta myndin í Kaíró

Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur var verðlaunuð sem besta kvikmyndin á Kvikmyndahátíðinni í Kaíró sem fór fram á dögunum. Hátíðin er eina A-lista hátíðin sem haldin er í Afríku og er því um mikinn heiður að ræða fyrir aðstandendur myndarinnar. 

Birgitta Björnsdóttir, annar framleiðandi myndarinnar, tók við verðlaununum fyrir hönd Ásu Helgu. Þetta eru önnur verðlaunin sem myndin og aðstandendur hennar hljóta en Ása Helga var verðlaunuð fyrir bestu leikstjórn á kvikmyndahátíðinni í Kolkata, Indlandi, sem fór fram í nóvember.

Svanurinn var frumsýnd var á Kvikmyndahátíðinni í Toronto í september. Ása Helga skrifar einnig handritið að Svaninum, sem er byggð á samnefndri skáldsögu Guðbergs Bergssonar. Myndin er framleidd af Birgittu Björnsdóttur og Hlín Jóhannesdóttur fyrir Vintage Pictures á Íslandi og erlendir meðframleiðendur koma frá Þýskalandi og Eistlandi.

Myndin verður frumsýnd á Íslandi í janúarbyrjun 2018 en Sena sér um dreifingu á Íslandi en þýska sölufyrirtækið m-Appeal sér um sölu og dreifingu erlendis.