Um KMÍ
Á döfinni

20.11.2017

Svanurinn á ferð og flugi - Ása Helga Hjörleifsdóttir vinnur verðlaun fyrir leikstjórn

Ása Helga Hjörleifsdóttir vann um helgina til verðlauna fyrir leikstjórn sína á kvikmyndinni Svanurinn á Kolkata International Film Festival sem fór fram í Kolkata, Indlandi dagana 10.-17. nóvember. 

Svanurinn var frumsýnd var á Kvikmyndahátíðinni í Toronto í september. Ása Helga skrifar einnig handritið að Svaninum, sem er byggð á samnefndri skáldsögu Guðbergs Bergssonar. Myndin er framleidd af Birgittu Björnsdóttur og Hlín Jóhannesdóttur fyrir Vintage Pictures á Íslandi og erlendir meðframleiðendur koma frá Þýskalandi og Eistlandi.

Svanurinn hefur verið á ferð og flugi eftir heimsfrumsýninguna í Kanada og hefur meðal annars verið sýnd á Filmfest Hamburg, Leiden International Film Festival, Thessalonika International Film Festival,  Noordelijk Film Festival ásamt því sem myndin er sýnd þessa vikuna á Tallinn Black Nights Film Festival. 

Svanurinn keppir í International Critic's Week Competition for Feature and Documentary Films á kvikmyndahátíðinni í Cairo sem hefst á morgun.