Um KMÍ
Á döfinni

22.5.2021

Þorpið í bakgarðinum sýnd á alþjóðlegu Molodist kvikmyndahátíðinni í Kænugarði

Kvikmynd Marteins Þórssonar, Þorpið í bakgarðinum, verður sýnd á alþjóðlegu Molodist kvikmyndahátíðinni í flokknum Scandinavian Panorama. Hátíðin, sem mun fara fram dagana 29. maí – 6. júní í Kænugarði, var stofnuð árið 1970 og er ein af þekktari hátíðum í Austur Evrópu. 

Þorpið í bakgarðinum var frumsýnd hér á landi þann 19. mars og fjallar um Brynju sem lýkur dvöl á heilsuhæli í litlum bæ en treystir sér ekki til að snúa aftur til daglegs lífs í borginni. Hún kemur sér fyrir á gistiheimili þar sem hún kynnist Mark, ferðamanni sem á sömuleiðis erfitt með að yfirgefa bæinn. Þau bindast vináttuböndum, læsa örmum og finna í sameiningu færa leið um þrautirnar sem lífið hefur lagt fyrir þau.

Þorpið í bakgarðinum

Marteinn Þórsson leikstýði kvikmyndinni og Guðmundur Óskarsson skrifaði handritið. Þeir eru jafnframt framleiðendur myndarinnar. Með helstu hlutverk fara Laufey Elíasdóttir, Tim Plester, Eygló Hilmarsdóttir, Sóley Elíasdóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Helgi Svavar Helgason.

Nánari upplýsingar um Molodist kvikmyndahátíðina má finna á heimasíðu hátíðarinnar.