Um KMÍ
Á döfinni

18.6.2019

Þrír nýir aðilar að Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum: NENT Group, C More Entertainment og VGTV

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film & TV Fond) hefur gefið út þá tilkynningu að Nordic Entertainment Group, C More Entertainment og VGVT munu verða aðilar að sjóðnum þann 1. janúar 2020. Með tilkomu þessa þriggja aðila eru verða alls 22 fjármögnunaraðilar að sjóðnum. 

Tilgangur Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins er að efla framleiðslu norræns kvikmynda- og sjónvarpsefnis, með því að taka þátt í lokafjármögnun bíómynda, sjónvarpsmynda og þáttaraða og skapandi heimildamynda. 

Aðilar að sjóðnum eru norrænu kvikmyndastofnanirnar og sjónvarpsstöðvar í almanna- og einkaeigu. Á Íslandi eru Kvikmyndamiðstöð Íslands, RÚV, Stöð 2 og Síminn aðilar að sjóðnum.

Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni.