Um KMÍ
Á döfinni

7.2.2019

Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2019 tilkynntar

Tilkynnt hefur verið um allar tilnefningar til Edduverðlaunanna 2019. Lof mér að falla hlaut flestar tilnefningar, 12 talsins. Kona fer í stríð kemur þar á eftir með 10 tilnefningar og Andið eðlilega níu.

20 ára afmælishátíð Eddunnar verður haldin hátíðleg föstudagskvöldið 22. febrúar í Austurbæ. Eddan er uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA), en meðlimir akademíunnar velja nú á milli þeirra tilnefndu og kjósa um verðlaunahafa.

Verðlaunaflokkarnir eru 26 talsins og hér að neðan má finna allar tilnefningar:

Kvikmynd ársins
Kona fer í stríð
Andið eðlilega
Lof mér að falla

Leikstjórn ársins
Baldvin Z fyrir Lof mér að falla
Benedikt Erlingsson fyrir Kona fer í stríð
Ísold Uggadóttir fyrir Andið eðlilega

Leikari í aðalhlutverki
Eysteinn Sigurðarson fyrir Mannasiði
Gísli Örn Garðarsson fyrir Varg
Paaru Oja fyrir Undir Halastjörnu

Leikkona í aðalhlutverki
Elín Sif Halldórsdóttir fyrir Lof mér að falla
Kristín Þóra Haraldsdóttir fyrir Andið eðlilega
Halldóra Geirharðsdóttir fyrir Kona fer í stríð

Leikkona í aukahlutverki
Babetida Sadjo fyrir Andið eðlilega
Kristín Þóra Haraldsdóttir fyrir Lof mér að falla
Lára Jóhanna Jónsdóttir fyrir Lof mér að falla

Leikari í aukahlutverki
Kaspar Velberg fyrir Undir Halastjörnu
Sveinn Ólafur Gunnarsson fyrir Mannasiði
Þorsteinn Bachmann fyrir Lof mér að falla

Barna- og unglingaefni ársins
Víti í Vestmannaeyjum
Lói - þú flýgur aldrei einn
Stundin okkar

Frétta- eða viðtalsþáttur ársins
Krakkafréttir
Kveikur
Fósturbörn

Heimildamynd ársins
UseLess
Svona fólk 1970-1985
Litla Moskva

Leikið sjónvarpsefni ársins
Venjulegt fólk
Mannasiðir
Steypustöðin


Handrit
Baldvin Z & Birgir Örn Steinarsson fyrir Lof mér að falla
Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson fyrir Kona fer í stríð
Ísold Uggadóttir fyrir Andið eðlilega

Menningarþáttur ársins
Kiljan
Með okkar augum
Fullveldisöldin

Mannlífsþáttur ársins
Andstæðingar Íslands
Hæpið
Veröld sem var
Sítengd
Líf kviknar

Skemmtiþáttur ársins
Stundin okkar
Heimilistónajól
Áramótaskaup 2018

Stuttmynd ársins
Islandia
Nýr dagur í Eyjafirði
To Plant a Flag

Brellur ársins
Cem Olcer, Stephane Vogel og Annabelle Zoellin fyrir Kona fer í stríð
GunHil - Lói - þú flýgur aldrei einn
Kontrast og GunHil fyrir Flateyjargátuna

Búningar ársins
Eva Vala Guðjónsdóttir fyrir Andið eðlilega
Eva Vala Guðjónsdóttir fyrir Lof mér að falla
Margrét Einarsdóttir fyrir Flateyjargátuna

Gervi ársins
Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Andið eðlilega
Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Lof mér að falla
Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Varg

Hljóð ársins
Emmanuel De Boissieu og Frédéric Meert fyrir Andið eðlilega
Aymeric Devoldere, Francois De Morant, Raphael Sohier og Vincent Cosson fyrir Kona fer í stríð
Huldar Freyr Arnarson fyrir Varg

Klipping ársins
Davíð Alexander Corno fyrir Kona fer í stríð
Elísabet Ronaldsdóttir og Sigvaldi J. Kárason fyrir Varg
Úlfur Teitur Traustason fyrir Lof mér að falla

Kvikmyndataka
Bergsteinn Björgúlfsson fyrir Kona fer í stríð
Ita Zbroniec-Zajt og Ásgrímur Guðbjartsson fyrir Andið eðlilega
Jóhann Máni Jóhannsson fyrir Lof mér að falla

Leikmynd ársins
Gunnar Pálsson & Marta Luiza Macuga fyrir Lof mér að falla
Heimir Sverrisson fyrir Varg
Snorri Freyr Hilmarsson fyrir Kona fer í stríð

Sjónvarpsmaður ársins
Alma Ómarsdóttir fyrir Fréttaannál 2018
Sigríður Halldórsdóttir fyrir Kveik
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fyrir Allir geta dansað
Sigyn Blöndal fyrir Stundina okkar og Sögur - þættir um sköpun, skrif og lestur
Viktoría Hermannsdóttir fyrir Sítengd

Tónlist ársins
Atli Örvarsson fyrir Lói - þú flýgur aldrei einn
Davíð Þór Jónsson fyrir Kona fer í stríð
Gyða Valtýsdóttir fyrir Undir Halastjörnu

Upptöku- eða útsendingastjórn
Björgvin Harðarson fyrir Pál Óskar í Höllinni
Björgvin Harðarson fyrir Allir geta dansað
Þór Freysson fyrir Jólagesti Björgvins

Sjónvarpsefni ársins – Almenn kosning á ruv.is
Kveikur
Líf kviknar
Með okkar augum
Áramótaskaupið
Kiljan
Mannasiðir