Um KMÍ
Á döfinni

2.8.2017

Tinna Hrafnsdóttir valin til þátttöku TIFF Talent Lab

TIFF Talent Lab er vinnustofa sem haldin er ár hvert samhliða Toronto Film Festival hátíðinni í Kanada. Vinnustofan leggur sérstaka áherslu á að gefa kvikmyndagerðarfólki tækifæri til þróa skapandi þátt kvikmyndagerðar. Ár hvert eru 20 umsækjendur valdir til þátttöku úr stórum hópi kvikmyndagerðarfólks og er því um mikinn heiður að ræða. Í ár hefur Tinna Hrafnsdóttir, leikstjóri og leikkona, verið valin til þátttöku. 

Tinna var valin til að þróa áfram verk sitt Stóri skjálfti sem er byggt á skáldsögu eftir Auði Jónsdóttur. 

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Toronto, Kanada, er ein fjölsóttasta hátíð heims en um hálf milljón gesta sækir hana að jafnaði í hverjum septembermánuði og um fimm þúsund manns úr alþjóðlegum kvikmyndaheimi. 

Allar nánari upplýsingar um vinnustofuna og þátttakendur má finna hér