Um KMÍ
Á döfinni

10.4.2017

Trans Atlantic Partners óskar eftir umsóknum

Trans Atlantic Partners er vinnustofa fyrir framleiðendur í tveimur hlutum sem haldin er í Berlín dagana 21.-24. júní og í Halifax dagana 12.-17. september. Umsóknarfrestur er til 18. apríl 2017.

 Vinnustofan er ætluð reyndum framleiðendum  frá Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum. Markmið vinnustofunnar er að stuðla að samvinnu, styrkja tengslanet ásamt því sem að framleiðendum verður boðið að taka þátt í Atlantic Film Festival‘s Strategic Partners. Um er að ræða samframleiðslu markað með sérstaka áherslu á samvinnu milli Norður Ameríku og Evrópu sem fer fram í Halifax, Kanada.

Nánari upplýsingar um vinnustofuna og hvernig skuli sækja um má finna hér .

Trans Atlantic Partners býður einnig upp á námskeiðið The Art of Negotiating Agreements for the Media Industry sem er námskeið í samningatækni fyrir framleiðendur og þá sem koma að fjölmiðlun. Námskeiðið fer fram í Berlín dagana 9. – 11. júní. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér.