Um KMÍ
Á döfinni

9.7.2018

Tvær íslenskar myndir valdar í aðalkeppni Nordisk Panorama

Stutt- og heimildamyndahátíðin Nordisk Panorama fer fram í 29. skipti dagana 20.-25. september í Malmö, Svíþjóð. Hátíðin er helsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum og sýnir eingöngu myndir eftir norræna kvikmyndagerðarmenn. 

Veitt eru verðlaun fyrir bestu heimildamyndina, stuttmyndina og björtustu vonina (Best New Nordic Voice), auk áhorfendaverðlauna. Hliðarkeppni af stutt- og heimildamyndakeppnunum er svo Young Nordics þar sem keppa myndir sem sérstaklega ætlaðar börnum. Tilkynnt hefur verið um þær myndir sem valdar hafa verið í aðalkeppnir en tilkynnt verður síðar um verkefni sem taka þátt í öðrum hlutum hátíðarinnar.

Í ár hafa tvær íslenskar kvikmyndir verið valdar til þátttöku í aðalkeppni hátíðarinnar. 

Reynir-sterki_glassriver_master-main2Heimildamyndin Reynir sterki sem er leikstýrt af Baldvin Z var valin til þátttöku á Nordic Docs. Myndin er ein af 15 norrænum heimildamyndum sem keppa um 11.000€ verðlaunafé í Nordic Docs keppninni. 
Myndin var frumsýnd hérlendis í nóvember 2017 og hlaut góðar viðtökur.


Img_8091Stuttmyndin Viktoría, eftir Brúsa Ólafsson var valin til þátttöku á Nordic Shorts. Myndin var frumsýnd hérlendis á Stockfish kvikmyndahátíðinni sem fór fram í mars s.l. þar sem hún hlaut Sprettfiskinn, verðlaun fyrir bestu stuttmynd hátíðarinnar. 
Myndin er meðal 20 norrænna stuttmynda sem keppa um 7.000€ verðlaunafé. Auk þess er sigurmyndin gjaldgeng í tilnefningu á stuttmyndahluta Óskarsverðlaunahátíðarinnar. 

Nordisk Panorama hátíðin nýtur meðal annars stuðnings kvikmyndamiðstöðva allra Norðurlandanna, Norðurlandaráðs og Creative Europe áætlunar ESB.