Um KMÍ
Á döfinni

8.10.2018

Verðlaunahafar á RIFF

Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, lauk um helgina. Á laugardaginn fór fram verðlaunaafhending hátíðarinnar og þar vann franska kvikmyndin Knife+Heart eftir Yann Gonzalez til Gullna lundans, aðalverðlauna hátíðarinnar. Jörmundur var valin besta íslenska stuttmyndin.

Hér má finna lista yfir öll verðlaun hátíðarinnar í ár:

Gullni lundinn: Knife+Heart – Yann Gonzalez

Önnur framtíð: América – Erick Stoll, Chase Whiteside

Gulleggið: Vesna – Nathalia Konchalovsky

Besta erlenda stuttmynd: Gulyabani – Gürcan Keltek

Besta íslenska stuttmynd: Jörmundur – Maddie O´Hara, Jack Bushell, Alex Herz

Sérstök dómnefndarverðlaun: Styx – Wolfgang Fischer

Sérstök dómnefndarverðlaun: Black Line – Mark Olexa, Francesca Scalisi

Allar nánari upplýsingar um sigurvegarana er að finna á heimasíðu RIFF.