Um KMÍ
Á döfinni

10.12.2018

Viktoría og To Plant a Flag sýndar á alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni Clermont-Ferrand

Tvær stuttmyndir, Viktoría eftir Brúsa Ólason og To Plant a Flag, norsk/íslensk stuttmynd eftir Bobbie Peers, munu taka þátt í alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni Clermont-Ferrand í Frakklandi. Hátíðin mun fara fram frá 1. til 9. febrúar 2019 og munu báðar stuttmyndirnar taka þátt í alþjóðlegri keppni hátíðarinnar.

Viktoría var frumsýnd á Stockfich kvikmyndahátíðinni í mars síðastliðnum og vann þar Sprettfiskinn fyrir bestu stuttmynd. Þá var hún frumsýnd alþjóðlega þann 9. september í Short Cuts hluta alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Toronto. To Plant a Flag var sömuleiðis sýnd í Short Cuts hluta Toronto hátíðarinnar þar sem hún var heimsfrumsýnd þann 8. September.


Viktoria-adalstilla

Söguþráður Viktoríu: Þegar eini starfskrafturinn Viktoríu fær vinnu í Reykjavík þarf hún að takast á við að vera með búskap ein. Tekst henni að halda ættaróðalinu gangandi?

Brúsi Ólason leikstýrir og skrifar handritið að Viktoríu. Myndin er framleidd af Kára Úlfssyni og Maggie Briggs fyrir Kvarki Films og meðframleidd af Inga Óskarssyni. Í aðalhlutvkeri er Ingrid Jónsdóttir. Brúsi Ólason klippir myndina, Margrét Vala Guðmundsdóttir stýrir kvikmyndatöku og Daði Freyr Pétursson semur tónlist myndarinnar.

To Plant a Flag gerist árið 1966 og segir frá tveimur seinheppnum bandarískum geimförum sem eru staddir á Íslandi í þjálfunarbúðum á vegum NASA. Í þjálfun sinni komast þeir fljótt að því að landið virðist vera fjandsamlegra en sjálft tunglið.

Toplantaflag_01

Bobbie Peers leikstýrir og skrifar handritið að To Plant a Flag. Í aðalhlutverkum eru Jason Schwartzman og Jake Johnson ásamt Ingvari E. Sigurðssyni. Myndin er framleidd af Ruben Thorkildsen og Henrik Hofstad fyrir norska framleiðslufyrirtækið Ape & Bjørn og Skúla Fr. Malmquist fyrir Zik Zak kvikmyndir. Jakob Ingimundarson stýrir kvikmyndatöku myndarinnar, sem var öll tekin upp á Íslandi.

Nánari upplýsingar um Clermont-Ferrand stuttmyndahátíðina og þær stuttmyndir sem munu taka þátt í alþjóðlegri keppni hennar má finna á vef hátíðarinnar.