Um KMÍ
Á döfinni

23.3.2018

Víti í Vestmannaeyjum frumsýnd

Víti í Vestmannaeyjum, nýjasta kvikmynd Braga Þórs Hinrikssonar í fullri lengd, verður frumsýnd í Sambíóunum þann 23. mars.

Víti í Vestmannaeyjum segir frá Jóni Jónssyni, 10 ára, sem fer með liði sínu Fálkunum til að keppa á fótboltamóti í Vestmanneyjum. Þegar Jón kynnist Ívari, strák úr ÍBV sem þarf að þola ofbeldi heimafyrir, þarf hann að vaxa hraðar úr grasi en hann nokkru sinni óraði fyrir, innan vallar sem utan.

Bragi Þór Hinriksson leikstýrir Víti í Vestmannaeyjum. Jóhann Ævar Grímsson, Gunnar Helgason og Ottó Geir Borg skrifa handritið að myndinni, sem er byggð á samnefndri skáldsögu Gunnars Helgasonar. Myndin er framleidd af Þórhalli Gunnarssyni, Önnu Vigdísi Gísladóttur, Kjartani Þór Þórðarsyni og Hilmari Sigurðssyni fyrir Sagafilm. Ágúst Jakobsson stýrði kvikmyndatöku og Guðni Hilmar Halldórsson klippti myndina. Margrét Örnólfsdóttir samdi tónlist myndarinnar.