Um KMÍ
Á döfinni

20.1.2020

WILMA vinnur til dómnefndarverðlauna á Flickerfest

Stuttmyndin Wilma eftir Hauk Björgvinsson vann til dómnefndarverðlauna á Flickerfest stuttmyndahátíðinni sem fór fram dagana 10. - 19. janúar í Sydney, Ástralíu. Þetta eru þriðju alþjóðlegu verðlaun myndarinnar síðan hún var frumsýnd á RIFF á seinasta ári, en myndin vann til áhorfendaverðlauna á Luststreifen kvikmyndahátíðinni í Sviss og hlaut verðlaun fyrir besta handritið á Face á Face kvikmyndahátíðinni í Frakklandi.

Wilma fjallar um ungan dreng sem hittir í fyrsta skipti brottfluttan föður sinn sem býr í hjólhýsahverfi. Faðir hans veit þó ekki að núna skilgreinir hann sig sem stelpu.

Haukur Björgvinsson leikstýrir og skrifar handritið að Wilmu. Myndin er framleidd af Hauki, Sæmundi Þór Helgasyni, Kjartani Þór Þórðarsyni og Chanel Björk Sturludóttur. Með hlutverk í myndinni fara þau Snævar Valdimarsson Steffensen, Bragi Árnason, María Birta Bjarnadóttir, Anna Hafþórsdóttir og Snorri Ásmundsson.

Nánari upplýsingar um verðlaunahafa Flickerfest er að finna á heimasíðu hátíðarinnar