Um KMÍ
Á döfinni

13.2.2017

Yaddo heimildamyndaveitan aðgengileg á Íslandi – óskað eftir hugmyndum

Yaddo, stafræn heimildamyndaveita, er nú aðgengileg í 154 löndum, þar á meðal Íslandi. Í tilefni af því óska aðstandendur eftir hugmyndum að heimildamyndum. Þær hugmyndir sem verða valdar af Nick Fraser, ritstjóra Yaddo, munu fá stuðning Yaddo til þess að verða að raunveruleika.

Hvernig skal sækja um

Þeir sem eru með hugmynd að heimildamynd sem þeir vilja deila með heiminum geta sent kynningarefni ásamt brot af myndefni og söguþræði á netfangið pitch@yaddo.com. Þar er tekið við tillögum að bæði heimildamyndum í fullri lengd sem og styttri myndum. Þeir sem hafa áhuga geta kynnt sér efni Yaddo á iOS App Store eða Google Play Store á snjallsímum, eða á www.yaddo.com.

Nánar um Yaddo

Yaddo er nýr miðill á SVOD-inu tileinkaður bestu heimildamyndum sem völ er á. Veitan er sett upp af hinum margverðlaunaða blaðamanni og fyrrverandi yfirdagskrárstjóra á BBC Storyville, Nick Fraser, og framleiðandanum Lawrence Elman. Yaddo veitan er sérsniðin að heimildamyndum. Þar bætist sífellt við nýtt efni og þar má finna myndir sem eru aðkeyptar og dagskrársettar af leiðandi aðilum á heimsvísu í heimildaþáttaiðnaðinum.

Fyrir viðtöl eða frekari upplýsingar um Yaddo er hægt að hafa samband við Lottie Hume með því að hringja í síma +44 (0) 207 339 3153 eða senda henni tölvupóst á netfangið PR@yaddo.com

Instagram: @yaddodocs

Twitter: @yaddodocs

Facebook: /yaddodocs