Verk í vinnslu
Heimildamyndir

Ef veggirnir hefðu eyru....?

Sveinn M. Sveinsson, Helga Guðrún Johnson

Um er að ræða gerð 52 mínútna heimildamyndar um afar merka sögu Hegningarhússins við Skólavörðustíg 9, sem byggt var sérstaklega sem fangelsi 1872 og er eitt elsta steinhús landsins.

Á efri hæð byggingarinnar voru höfuðstöðvar lögreglu, bæjarþingstofa Reykjavíkur og aðsetur Landsyfirréttar og síðar Hæstaréttar frá 1920 - 1949.  Þar var einnig heimili fangavarða. Framsetning efnis verður hæfileg blanda af þulartexta og sögur af atburðum í frásögn fólks af báðum kynjum sem til þekkja og hafa tengst húsinu á ýmsa vegu; fanga, fangavarða, sagnfæðinga, dómara, embættismanna, aðstandenda o.fl.  Fléttað verður inn þróun dómsmála;lögbrota og refsinga á Íslandi í gegnum tíðina. Það er einstakt að starfandi fangelsi skuli hafa þrifist í miðjum höfuðstað landsins mitt á milli verslana, veitingastaða og skemmtistaða bæjarins í öll þessi ár.

Titill: Ef veggirnir hefðu eyru....?
Enskur titill: If These Walls Could Talk....?

Leikstjórar / Handrit: Sveinn M. Sveinsson, Helga Guðrún Johnson
Framleiðandi: Sveinn M. Sveinsson
Framleiðslufyrirtæki: Plús Film

Upptökutækni: HD
Lengd: 52 mín.

KMÍ styrkir fyrir verkefnið: 
Handritsstyrkur 2015 kr. 400.000
Framleiðslustyrkur 2017 kr. 7.500.000