Verk í vinnslu
Heimildamyndir

Flóra

Gunnlaugur Þór Pálsson

Flóra er heiti á 60 mínútna heimildarkvikmynd um Eggert Pétursson, listmálara. Tröllaskagi og ferð okkar um hálendið og Skaftafell eru í senn hornsteinar og hreyfiafl myndarinnar. Við njótum leiðsagnar Þóru Ellenar Þórhallsdóttur, grasafræðings, sem sameinar upplifun okkar á íslenskri náttúru og flórumengi blómamynda Eggerts. Frá skissubók hans og í tónlistaróði til móður náttúru, þar sem þrautseigja og margbreytileiki flórunnar skákar heimi málverksins, en um leið undirstrikar tilvist þessa tveggja heima. 

Titill:  Flóra
Enskur titill: Flora

Leikstjóri: Gunnlaugur Þór Pálsson
Handritshöfundur: Gunnlaugur Þór Pálsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir
Framleiðendur: Gunnlaugur Þór Pálsson, Ólafur Rögnvaldsson
Stjórn kvikmyndatöku: Ólafur Rögnvaldsson
Klipping: Anna Þóra Steinþórsdóttir
Tónlist: Atli Örvarsson

Framleiðslufyrirtæki: Sjónhending ehf, Ax films ehf. 
Upptökutækni: ProRes 4k
Sýningarform:  DCP 25
Lengd: 60 mín

KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Þróunarstyrkur 2018 kr. 1.200.000
Framleiðslustyrkur 2019 kr. 10.000.000

Tengiliður: Gunnlaugur Þór Pálsson - gunnlaugurthorpalsson@gmail.com