Verk í vinnslu
Heimildamyndir

Síðasta haustið

Yrsa Roca Fannberg

Þar sem vegurinn endar lengst norður á Ströndum stendur bærinn Krossnes. Þar hefur fjárbúskapur verið stundaður kynslóð fram af kynslóð í hundruðir ára. Úlfar bóndi er jafn mikill hluti af landslaginu eins og Krossnesfjallið sjálft. Þetta er síðasta haustið sem hann og Oddný kona hans smala fé sínu í réttir og þar með endar búskapur í Krossnesi á Ströndum. Enn eimir eftir af gamla Íslandi en síðustu bændurnir sem stunda búskaparhætti að gömlum sið munu brátt heyra sögunni til.

Titill: Síðasta haustið      
Enskur titill:
The Last Autumn

Leikstjóri: Yrsa Roca Fannberg
Handritshöfundur: Yrsa Roca Fannberg, Elín Agla Bríem
Framleiðandi: Hanna Björk Valsdóttir
Stjórn kvikmyndatöku: Carlos Vásquez Méndez
Klipping: Federico Delpero Bejar
Framleiðslufyrirtæki: Akkeri films & Biti aptan bæði
Hljóð: Björn Viktorsson 
Tónlist: Gyða Valtýsdóttir

Tengiliður: hannabjork@gmail.com

Styrkt af: Kvikmyndasjóði, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Uppbyggingarsjóður Vestfjarða

Framleiðsluland: Ísland
Áætluð frumsýning: 2019
Lengd: 60 mín
Upptökutækni: 16mm
Sýningarform: DCP

KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Framleiðslustyrkur 2016 kr. 13.000.000