Verk í vinnslu
Heimildamyndir

Húsmæðraskólinn

Stefanía Thors

Myndin Húsmæðraskólinn fjallar um hinn horfna heim íslensku húsmóðurinnar og hvernig hlutverk skólans hefur breyst í áranna rás. Í myndinni er gamli tíminn endurspeglaður með viðtölum við eldri nemendur skólans og með dýrmætum gömlum myndskeiðum sem sýna hversu mikilvægu hlutverki hann gegndi fyrir verðandi íslenskar húsmæður um miðbik síðustu aldar. Samhliða er fylgst með nemendum við skólann frá árinu 2016 og hversu mikil breyting hefur orðið á ímynd skólans. Vangaveltur um hlutverk húsmæðraskóla í dag, bæði hvað varðar gamaldags hlutverk kynjanna og hin dyggu grunngildi t.d. nýtni, viðhald fata, umhverfisvitund og spornun gegn matarsóun svo fátt sé nefnt. Myndin er einstök samtímaheimild um húsmæðraskólann í Reykjavík sem enn stendur opinn fyrir þá nemendur sem hafa áhuga, þrátt fyrir óvissu um framtíð og mögulega yfirvofandi lokun hans.

Titill: Húsmæðraskólinn (áður Takið af ykkur skóna)
Enskur titill: The School of Housewives (áður Shoes Off)
Tegund: heimildamynd 

Leikstjóri / handritshöfundur: Stefanía Thors
Framleiðandi: Helgi Svavar Helgason 
Stjórn kvikmyndatöku
: Stefanía Thors
Klipping: Stefanía Thors
Tónlist: FLÍS / Davíð Þór Jónsson, Helgi Svavar Helgason og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson
Framleiðslufyrirtæki: Mús & Kött
Framleiðsluland: Ísland

Vefsíða: https://www.theschoolofhousewives.com/

Styrkt af: KMÍ. 
Tengiliður: Mús & Kött (musogkott@gmail.com) Helgi Svavar Helgason (helgijazz@gmail.com)

Lengd: 75 mín
Upptökutækni: 4K
Sýningarform: DCP
Áætluð frumsýning: 2020

KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Handritsstyrkur 2015 kr. 400.000
Þróunarstyrkur 2016 kr. 600.000
Framleiðslustyrkur 2017 kr. 10.000.000