Verk í vinnslu
Stuttmyndir

Ólgusjór

Andri Freyr Ríkarðsson

Telma og Baldur eru sjómenn á litlum báti í Breiðafirði. Þau eru undir mikilli pressu frá útgerðinni að skila inn afla en þorskarnir láta lítið á sér bera. Þennan dag verður sjómennskan þó að lúta í lægra haldi fyrir óuppgerðu máli sem mun draga dilk á eftir sér.

Titill: Ólgusjór
Enskur titill: Seasick
Tegund: Drama

Leikstjóri / Handrit: Andri Freyr Ríkarðsson
Framleiðendur: Ásþór Aron Þorgrímsson, Unnsteinn Garðarsson, Ásta Marteinsdóttir, Marinó Flóvent og Andri Freyr Ríkarðsson
Stjórn kvikmyndatöku: Anton Smári Gunnarsson

Framleiðslufyrirtæki: Behind the Scenes
Meðframleiðslufyrirtæki: Arctic Project
Upptökutækni: Digital
Áætlað að tökur hefjist: Júní 2017
Tengiliður:  olgusjor@scs.is

KMÍ styrkir fyrir verkefnið: 
Framleiðslustyrkur 2017 kr. 3.500.000
Verkefnið fékk vilyrði fyrir framleiðslustyrk sem var gilt til 01.03.2017.