Verk í vinnslu
Leiknar kvikmyndir

Hvítur, hvítur dagur

Hlynur Pálmason

 

Ábyrgur faðir, ekkill og lögreglustjóri lítils sjávarþorps hefur verið frá starfi síðan eiginkona hans hvarf fyrir tveimur árum. Hann einbeitir sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og fjölskyldu þar til hann byrjar að gruna mann í þorpinu um að tengjast hvarfi konu hans. Með tímanum breytist grunur hans í þráhyggju sem óhjákvæmilega bitnar á þeim sem standa honum næst. Þetta er saga um hefnd, sorg og skilyrðislausa ást.

 

Titill: Hvítur, hvítur dagur
Enskur titill: A White, White Day
Tegund: Dulúð / spenna

Leikstjóri/handrit: Hlynur Pálmason
Framleiðandi: Anton Máni Svansson 

Framleiðslufyrirtæki: Join Motion Pictures
Upptökutækni: 35 mm

Áætlað að tökur hefjist:
 Ágúst 2018

Tengiliður: anton@joinmotionpictures.com

KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Handritsstyrkur I 2014 kr. 400.000
Handritsstyrkur II 2014 kr. 600.000
Handritsstykur III 2015 kr. 800.000
Þróunarstyrkur I 2018 kr. 2.500.000

Vilyrði fyrir framleiðslustyrk árið 2018 kr. 110.000.000
Vilyrðið gildir til 01.05.2018