Kvikmyndaráðgjafar KMÍ

Mat á þeim styrkumsóknum sem KMÍ berast er í höndum kvikmyndaráðgjafa sem ráðnir eru tímabundið af forstöðumanni KMÍ.

Kvikmyndaráðgjafar skulu hafa þekkingu eða reynslu á sviði kvikmynda og mega ekki hafa hagsmuna að gæta varðandi úthlutun eða gegna störfum utan KMÍ sem tengjast íslenskri kvikmyndagerð.

Kvikmyndaráðgjafar leggja listrænt mat á umsóknir og með hliðsjón af fjárhags- og fram­kvæmda­þáttum, nema í sérstökum tilvikum þar sem hægt er að sækja um framleiðslustyrk beint til forstöðumanns KMÍ þegar um er að ræða leiknar kvikmyndir í fullri lengd til sýninga í kvikmyndahúsum. Sjá nánar um hlutverk kvikmyndaráðgjafa í 3. gr. reglugerðar um Kvikmyndasjóð (einnig hægt að nálgast Word skjal).

Kvikmyndaráðgjafar gera tillögu um niðurstöðu til forstöðumanns, sem tekur endanlega ákvörðun.

Upplýsingar um starfandi kvikmyndaráðgjafa er að finna undir upplýsingum um starfsfólk KMÍ.