Verk í vinnslu
Heimildamyndir

Milli fjalls og fjöru

Ásdís Thoroddsen

Milli fjalls og fjöru er kvikmynd um skóg á Íslandi; skógeyðingu, skógnýtingu, skógrækt og endurheimt vistkerfa. Landið sjálft er í miðpunkti, landslagið og gróðurinn. Ekki yrði notast við þul í þessari kvikmynd, heldur myndu vísindamenn, skógræktarmenn og bændur segja söguna, sem byrjar í lok ísaldar og allt fram á okkar daga. Teflt er saman mismunandi viðhorfum á því sem gerðist, þegar skógurinn eyddist, hvernig hann eyddist, og hvað beri að gera nú eins og málum er háttað.

Titill: Milli fjalls og fjöru
Enskur titill: Woods Once Grew Here

Leikstjóri: Ásdís Thoroddsen
Handritshöfundur: Ásdís Thoroddsen
Framleiðendur: Ásdís Thoroddsen

Framleiðslufyrirtæki: Gjóla ehf. 

Áætlað að tökur hefjist: Maí 2020

Upptökutækni: HD
Tengiliður: Ásdís Thoroddsen - asdis@gjola.is

KMÍ styrkir fyrir verkefnið: 
Þróunarstyrkur 2019 kr. 5.000.000