Verk í vinnslu
Heimildamyndir

Veðurskeytin

Bergur Bernburg

Afburðagreindur og vel menntaður maður sem gegnir góðri stöðu og hefur náð afar miklum árangri í sínu fagi. Það er vísað til hans sem sjúklings, sem hann fyrir flestum vissulega er, en hann er líka annað og meira. Hann er líka landkönnuður sem stendur í gættinni á öðrum heimi. Hann sér land þar sem flest okkar komum ekki auga á neitt. Veðurskeytin fjalla um sýn manns sem veikist illa og neyðist til að gera nýjan samning við sjálfan sig og sitt nánasta umhverfi. Sýn hans á veikindi sín er viðfangsefni kvikmyndarinnar. Honum er ljóst að hann er og verður alltaf sjúklingur en í hjarta sínu er hann líka landkönnuður sem finnur kallið koma til sín úr öðrum heimi. Og það er erfitt að svara því ekki, því líf hans liggur að veði.

Titill: Veðurskeyting
Enskur titill: Storm Alerts
Tegund: Docu-drama

Leikstjóri: Bergur Bernburg
Handritshöfundur: Bergur Bernburg, Jón Atli Jónasson, Kristján Ingimarsson
Framleiðendur: Friðrik Þór Friðriksson, Magnús Árni Skúlason

Framleiðslufyrirtæki: Firnindi ehf.
Meðframleiðslufyrirtæki: ResearchGruppen ApS

Upptökutækni: 4K
Sýningarform: DCP
Áætlað að tökur hefjist: 2020

Tengiliður: Magnús Árni Skúlason, magnusarni@gmail.com

KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Þróunarstyrkur 2019 1.200.000 kr.