Um KMÍ
  • 17. maí, Kvikmyndamiðstöð Íslands

18-28 ára geta sótt um þriggja daga passa á Cannes kvikmyndahátíðina

17. - 19. maí

Kvikmyndaáhugamenn á aldrinum 18-28 ára geta sótt um þriggja daga passa á Cannes kvikmyndahátíðina. Hátíðin mun fara fram frá 8. – 19. maí og þeim sem auðnast að fá passa mega nota hann síðustu þrjá daga hátíðarinnar. Með passanum hlýst aðgangur að öllum þeim flokkum sem tilheyra opinberu vali hátíðarinnar.

Til að taka þátt þarf að senda inn umsókn með lýsingu á ástríðu þátttakanda fyrir kvikmyndum. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna á umsóknarsíðu Cannes kvikmyndahátíðarinnar.