Um KMÍ
  • 1. júlí

ACE Producers óskar eftir umsóknum fyrir Nordic Focus Training Days

1. júlí

ACE Producers óska eftir umsóknum frá upprennandi framleiðendum fyrir Nordic Focus Training Days, sem fer fram í Espoo og Helsinki í Finnlandi frá 5. – 7. október. Farið verður yfir ýmsa hluti sem tengjast því að vera framleiðandi, t.a.m. fjármögnun, markaðssetningu, sölu og dreifingu. Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí og er um 16-20 pláss að ræða.

ACE Producers eru samtök sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda frá Evrópu og fleiri löndum. Nánari upplýsingar um hvernig skuli sækja um er að finna á heimasíðu ACE Producers.