Um KMÍ
  • 14. október

APostLab óskar eftir umsóknum - Umsóknarfrestur framlengdur til 14. október

14. október

APostLab óskar eftir umsóknum. APostLab er vinnustofa í eftirvinnslu kvikmynda. Framleiðendur með verkefni í þróun og/eða á fjármögnunarstigi ásamt fólki sem hefur umsjón með eftirvinnslu kvikmynda geta sótt um. Vinnustofan fer fram í Búkarest í Rúmeníu frá 28. nóvember – 3. desember. Umsóknarfrestur rennur út 14. október.

Allar nánari upplýsingar um vinnustofuna og hvernig skuli sækja um er að finna á heimasíðu APostLab.

Vinnustofan fer fram með stuðningi Creative Europe MEDIA.