Um KMÍ
  • 20. desember - 21. desember

Blábankinn óskar eftir umsóknum fyrir vinnustofu í heimildamyndagerð

20. desember

Blábankinn, í samstarfi við Klapp, býður upp á fjögurra daga námskeið í heimildamyndargerð, frá 30. janúar til 3. febrúar 2019. Námskeiðið er stýrt af reyndum kvikmyndagerðarkonum frá Norður-Noregi, þeim Trude Berge Ottersen og Lise Marie Kristensen.

Á námskeiðinu er pláss fyrir fimm þátttakendur sem hafa undir höndum kvikmyndaverkefni til að vinna í, auk þess sem boðið er upp á tíu áheyrnarpláss fyrir þá sem eru ekki með verkefni til reiðu en hafa áhuga á að fylgjast með, læra um heimildamyndagerð og taka þátt í hópaumræðum. 

Umsóknarfrestur er 20. desember 2018. Nánari upplýsingar um vinnustofuna og umsóknarferlið má nálgast hér .