Um KMÍ
  • 23. mars, Kvikmyndamiðstöð Íslands

Cartoon 360 óskar eftir umsóknum

23. mars

Cartoon 360 kynningarviðburðurinn óskar eftir umsóknum. Cartoon 360 er sérstaklega ætlaður teiknimyndum sem eru hugsaðar fyrir fleiri en einn miðil. Cartoon 360 mun fara fram í Lille í Frakklandi frá 28. – 30. maí. Umsóknarfrestur rennur út 23. mars.

Um getur verið að ræða gagnvirk verkefni sem eru hugsuð sem mynd eða sjónvarpssería en jafnframt smáforrit, sýndarveruleiki, bók eða annar stafrænn miðill. 

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn og hvernig skuli sækja um á heimasíðu Cartoon 360.