Um KMÍ
  • 15. desember, Kvikmyndamiðstöð Íslands

DOK.fest München óskar eftir umsóknum

8. desember og 15. desember

DOK.fest München óskar eftir umsóknum. DOK.fest München er ein stærsta heimildamyndahátíð Evrópu og mun fara fram frá 2. - 13. maí á næsta ári. Gjaldgengar eru heimildamyndir yfir 52 mínútum og æskilegt er ef um frumsýningu er að ræða. Umsóknarfrestur rennur út 15. desember 2017.

Einnig er hægt að sækja um á DOK.education hluta hátíðarinnar með stuttmyndir. Stuttmyndirnar skulu vera á bilinu 10 – 30 mínútur að lengd og fjalla um krakka og/eða unglinga á aldrinum 8 – 18 ára. Umsóknarfrestur rennur út 8. desember 2017.

Hægt er að sækja um á heimasíðu DOK.fest München.