Um KMÍ
  • 15. desember, Kvikmyndamiðstöð Íslands

EFA Young Audience Award óskar eftir umsóknum

15. desember

EFA Young Audience Award eru verðlaun sem veitt eru evrópskum leikstjórum kvikmynda sem höfða til áhorfenda á aldrinum 12-14 ára. Hátíðin fer fram í 7. skipti þann 6. maí 2018. 

Kvikmyndir sem geta tekið þátt verða sem áður sagði að höfða til áhorfenda á aldrinum 12-14 ára ásamt því að hafa verið frumsýndar á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2017. Frekari upplýsingar um reglur og skilyrði má finna hér

Þrjár myndir verða valdar til sýningar fyrir unga áhorfendur sem munu velja sigurvegara. 

Umsóknarfrestur er til 15. desember 2017.

Hægt er að skila inn umsóknum og nálgast frekari upplýsingar á: 

submission@europeanfilmacademy.org

European Film Academy Young Audience Award er haldin á vegum European Film Academy og EFA Productions með stuðningi frá MDM.