Um KMÍ
  • 18. apríl, Kvikmyndamiðstöð Íslands

Erich Pommer Institut auglýsir námskeiðið „Clearing Rights“ opið til umsókna

Enginn umsóknarfrestur

Erich Pommer Institut stendur fyrir gagnlegu 5 daga námskeiði í Mallorca á Spáni frá 18. – 22. apríl. Námskeiðið ber yfirskriftina „Clearing Rights“ og verður farið ítarlega yfir réttindamál í kvikmyndagerð. Fjöldi sérfræðinga úr kvikmyndabransanum, þar á meðal frá Sony Pictures Entertainment, HBO,  NBC Universal og Zentropa, munu koma að námskeiðinu. Enginn umsóknarfrestur er til staðar en þó er takmarkað pláss og því mælt með að skrá sig sem fyrst.

Á námskeiðinu læra þátttakendur að koma auga á þau nauðsynlegu réttindi sem þarf að tryggja í kvikmyndagerð og tryggja þau með skjótum og árangursríkum hætti. Fjöldi þekktra verkefna verða skoðuð sem dæmisögur og farið í saumana á réttindamálum þeirra.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á heimasíðu Erich Pommer Institut.