Um KMÍ
  • 4. desember, Kvikmyndamiðstöð Íslands

Erich Pommer Institut óskar eftir umsóknum fyrir European TV Drama Lab, European Co-Production og Digital Distribution vinnustofurnar

Enginn umsóknarfrestur

Erich Pommer Institut óskar eftir umsóknum fyrir European TV Drama Lab,  European Co-production og Digital Distribution og vinnustofurnar. European TV Drama Lab fer fram frá 29. október til 4. nóvember, European Co-Production fer fram frá frá 14. – 18. nóvember á Mallorca á Spáni og Digital Distribution fer fram í Berlín frá 5. – 9. desember. 

European TV Drama Lab vinnustofan er ætluð reyndum fagaðilum og er sérstaklega sniðin fyrir handritshöfunda, framleiðendur og starfsfólk sjónvarpsstöðva. Fjöldi sérfræðinga munu miðla af reynslu sinni um hvernig skuli framleiða vel heppnaða sjónvarpsþáttaröð.

Á European Co-Production vinnustofunni er farið yfir fjármögnunarleiðir, skattaívilnanir og lagalegar hliðar þess að gera evrópska samframleiðslu að veruleika.

Á Digital Distribution vinnustofunni verður farið yfir stafræna dreifingu kvikmynda og mikilvægi þess  að hafa góðan skilning á hinum ýmsu viðskiptamódelum og lagalegum forsendum sem þarf að huga að.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Erich Pommer Institut.