Um KMÍ
  • 15. október, Kvikmyndamiðstöð Íslands

Erich Pommer Institut óskar eftir umsóknum fyrir European Co-Production og Digital Distribution vinnustofurnar

1. október og 15. október

Erich Pommer Institut óskar eftir umsóknum fyrir European Co-production og Digital Distribution vinnustofurnar. European Co-Production fer fram frá frá 14. – 18. nóvember á Mallorca á Spáni og Digital Distribution fer fram í Berlín frá 5. – 9. desember. Enginn eiginlegur umsóknarfrestur er til staðar en ef þátttakendur skrá sig fyrir 1. október á European Co-Production vinnustofuna og fyrir 15. október á Digital Distribution vinnustofuna fæst afsláttur af þátttökugjaldi.

Á European Co-Production vinnustofunni er farið yfir fjármögnunarleiðir, skattaívilnanir og lagalegar hliðar þess að gera evrópska samframleiðslu að veruleika.

Á Digital Distribution vinnustofunni verður farið yfir stafræna dreifingu kvikmynda og mikilvægi þess  að hafa góðan skilning á hinum ýmsu viðskiptamódelum og lagalegum forsendum sem þarf að huga að.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Erich Pommer Institut.