Um KMÍ
  • 31. maí

European Film Awards óskar eftir umsóknum

31. maí

Evrópska kvikmyndaakademían (EFA) óskar eftir umsóknum fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í flokkunum leiknar kvikmyndir, heimildamyndir og teiknimyndir í fullri lengd. EFA gaf nýverið út tilkynningu um nýjar reglugerðir fyrir umsóknir þetta árið. 

Leiknar kvikmyndir og heimildamyndir verða að hafa verið frumsýndar opinberlega á milli 1. júní 2018 og 31. maí 2019. Einnig verða myndirnar að uppfylla a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum; að hafa hlotið verðlaun á stórri kvikmyndahátíð; að hafa hlotið mikla athygli á kvikmyndahátíðum; seld til eða sýnd í kvikmyndahúsum í a.m.k. þrem löndum (eitt land fyrir heimildamyndir). 

Teiknimyndir í fullri lengd verða að hafa verið frumsýndar opinberlega á milli 1. júlí 2018 og 30. núní 2019

Umsóknarfrestur er 31. maí og hér má nálgast upplýsingar um umsóknarferlið fyrir hvern flokk fyrir sig.