Um KMÍ
  • 14. maí - 1. ágúst

Gamanmyndahátíð Flateyrar óskar eftir gamanmyndum

1. ágúst

Gamanmyndahátíð Flateyrar verður haldin í fjórða sinn þann 19. - 22. september og hefur nú opnað fyrir innsendingar á gamanmyndum.

Í ár verður sú nýbreytni að bæði verða sýndar íslenskar og erlendar gamanmyndir. Á undanförnum árum hafa aðeins verið sýndar íslenskar myndir á hátíðinni en með alþjóðavæðingu hátíðarinnar undir nafninu Icelandic Comedy Film Festival vonast skipuleggjendur til þess að geta boðið landsmönnum upp á enn fleiri og enn fyndnari gamanmyndir frá öllum heimshornum þó megin áherslan verði áfram á fyndið íslenskt efni.

Hægt er að senda inn myndir á hátíðina í gegnum Filmfreeway (https://filmfreeway.com/IcelandComedyFilmFestival) og kostar ekkert að senda inn íslenskar myndir. Lokað verður fyrir innsendingu mynda þann. 1. ágúst. Einu kröfunar sem eru gerðar eru að myndirnar séu fyndnar og að þær hafi ekki verið sýndar á hátíðinni áður. Myndirnar mega vera leiknar, teiknaðar eða heimildamyndir, jafnt gamlar sem nýjar. Innsendingarnefndin mun leggja meiri áherslu á að myndin sé fyndin, fremur en fullkomin.

Veitt verða verðlaun í nokkrum flokkum í ár, fyndnasta íslenska myndin og fyndnasta erlenda myndin auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir fyndnasta karakterinn og fyndnustu senuna. Þá verða heiðursverðlaun hátíðarinnar einnig á sínum stað. 

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um hátíðina á vefsíðu hennar: https://www.icelandcomedyfilmfestival.com/