Um KMÍ
  • 15. september, Kvikmyndamiðstöð Íslands

IDFA Forum og Docs for Sale óska eftir umsóknum

15. ágúst og 15. september

Alþjóðlega heimildamyndahátíðin í Amsterdam, IDFA, óskar eftir umsóknum fyrir heimildamyndamarkaði sína. Um er að ræða samframleiðslu- og fjármögnunarmarkaðinn IDFA Forum og Docs for Sale markaðinn, sem er sérstaklega hugsaður fyrir skapandi heimildamyndir. IDFA Forum mun fara fram frá 18. – 21. nóvember og umsóknarfrestur rennur út 15. ágúst. Docs for Sale mun fara fram frá 16. – 22. nóvember og umsóknarfrestur rennur út 15. september.