Um KMÍ
  • 15. september, Kvikmyndamiðstöð Íslands

IDFAcademy óskar eftir umsóknum

15. september

Alþjóðlega heimildamyndahátíðin í Amsterdam (IDFA) óskar eftir umsóknum fyrir IDFAcademy þjálfunarprógrammið, sem er ætlað upprennandi heimildamyndagerðarmönnum. IDFAcademy fer fram í Amsterdam frá 16. – 19. nóvember og umsóknarfrestur rennur út 15. september.

Í IDFAcademy gefst þátttakendum tækifæri til að vinna með virtum heimildamyndagerðarmönnum og öðru fagfólki úr kvikmyndabransanum, auk þess sem þeir fá aðgang að IDFA hátíðinni og sérstökum hlutum hennar sem eru tileinkaðir kvikmyndabransanum.

Allar nánari upplýsingar um þjálfunarprógrammið og hvernig skuli sækja um má nálgast á heimasíðu IDFA.