Um KMÍ
  • 16. október, Kvikmyndamiðstöð Íslands

Les Arcs kvikmyndahátíðin óskar eftir umsóknum fyrir Work in Progress

16. október

Les Arcs kvikmyndahátíðin fer fram á Bour-Saint Maurice skíðastaðnum í Frakklandi frá 15. – 22. desember. Samhliða hátíðinni fara fram Work in Progress sýningar þar sem 14  evrópskar kvikmyndir í eftirvinnslu verða kynntar framleiðendum, söluaðilum, dreifingaraðilum og öðrum fjármögnunaraðilum. Umsóknarfrestur rennur út 16. október.

Nánari upplýsingar um Work in Progress sýningarnar ásamt umsóknareyðublöðum má nálgast á heimasíðu Les Arcs kvikmyndahátíðarinnar.