Um KMÍ
  • 31. október, Kvikmyndamiðstöð Íslands

Less Is More óskar eftir umsóknum

31. október

LIM / Less Is More óskar eftir umsóknum. LIM er evrópskur vettvangur fyrir þróun á kvikmyndum í fullri lengd með lágan framleiðslukostnað. Handritshöfundar og leikstjórar fyrstu, annarrar eða þriðju kvikmyndar í fullri lengd geta sótt um. Umsóknarfrestur rennur út 31. október.

LIM vettvangurinn felur m.a. í sér 8 mánaða aðstoð við þróunarvinnu sem dreifist á þrjár vinnustofur í mars, júní og október á næsta ári. Hver vinnustofa fer fram yfir viku tíma.

Nánari upplýsingar um LIM og hvernig skuli sækja um þátttöku er að finna á heimasíðu LIM og Facebook síðu LIM.