Um KMÍ
  • 8. febrúar, Kvikmyndamiðstöð Íslands

MIDPOINT Intensive Iceland óskar eftir umsóknum

8. febrúar

Vinnustofan MIDPOINT heldur sérstaka vinnustofu á Íslandi í tengslum við Stockfish hátíðina sem fer fram dagana 10.-11. mars. Þetta er í þriðja skiptið sem vinnustofan er haldin í tengslum við hátíðina. 

Vinnustofan er ætluð handritshöfundum, leikstjórum og framleiðendum sem vinna að sinni fyrstu eða annarri kvikmynd í fullri lengd. 

MIDPOINT Intensive fer fram undir leiðsögn Pavel Jech sem auk þess að vera listrænn stjórnandi MIDPOINT er meðal annars prófessor við Háskólann í Californiu og leiðbeinandi á Sundance og Berlinale Talents. 

Vinnustofan fer fram í samvinnu við Kvikmyndamiðstöð Íslands. 
Allar nánari upplýsingar um vinnustofuna og hvernig skuli sækja um má finna hér