Um KMÍ
  • 27. febrúar, Kvikmyndamiðstöð Íslands

NFTF óskar eftir umsóknum fyrir Nordic Distribution Boost

27. febrúar

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn óskar eftir umsóknum fyrir Nordic Distribution Boost. Nordic Distribution Boost er vinnustofa fyrir framleiðendur og dreifingaraðila annarar eða þriðju kvikmyndar leikstjóra í fullri lengd. Vinnustofan fer fram í Helsinki frá 16. – 18. apríl. Umsóknarfrestur rennur út 27. febrúar.

Markmiðið með Nordic Distribution Boost er að hjálpa framleiðendum og dreifingaraðilum að auka við þekkingu sína á norrænum dreifingarsvæðum og einblína á markaðssetningu og hvernig skuli vekja áhuga áhorfenda.

Nánari upplýsingar um vinnustofuna og hvernig skuli sækja um er að finna á heimasíðu Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins.