Um KMÍ
  • 23. maí

Nordisk Panorama Forum óskar eftir umsóknum

23. maí

Nordisk Panorama Forum for Co-financing of Documentaries er vettvangur fyrir heimildamyndagerðarfólk sem vill komast í samband við fjölda norrænna og alþjóðlegra aðila frá sjónvarpsstöðvum, kvikmyndastofnunum og ýmsum sjóðum með það fyrir augum að verða heimildamyndum sínum úti um fjármagn.

Viðburðurinn, sem haldinn er í 26. skipti í ár, fer fram dagana 22. - 24. september í Malmö í Svíþjóð. Allt að 24 verkefni verða valin til þátttöku. 

Umsóknarfrestur er 23. maí 2019.

Allar nánari upplýsingar um viðburðinn og hvernig skuli sækja um má finna hér.