Um KMÍ
  • 15. nóvember, Kvikmyndamiðstöð Íslands

One World International Human Rights Documentary Film Festival óskar eftir umsóknum

15. september og 15. nóvember

Heimildamyndahátíðin One World, sem leggur sérstaka áherslu á heimildamyndir tengdar mannréttindum, fer fram í 21. skipti í Prag dagana 6. - 17. mars 2019. Umsóknarfrestur rennur út 15. september 2018. Fyrir myndir sem lokið er við á tímabilinu september – nóvember 2018 er umsóknarfrestur 15. nóvember 2018.

Hátíðin er opin heimildamyndum sem eru gerðar á árunum 2017-2019 og eru yfir 40 mín að lengd. Eins óskar hátíðin eftir umsóknum frá gagnvirkum verkefnum ásamt stuttum heimildamyndum sem ætlaðar eru fyrir börn.

Allar nánari upplýsingar um One World og hvernig skuli sækja um má finna á heimasíðu hátíðarinnar.