Um KMÍ
  • 15. júlí, Kvikmyndamiðstöð Íslands

RIFF óskar eftir umsóknum

15. júlí

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, óskar eftir umsóknum. Kvikmyndir í fullri lengd, stuttmyndir, heimildamyndir í fullri lengd og stuttar heimildamyndir eru gjaldgengar. Hátíðin mun fara fram frá 27. september til 7. október. Umsóknarfrestur rennur út 15. júlí næstkomandi.

Til að kvikmyndin teljist gjaldgeng verða umsækjendur að hafa lokið við myndina eftir 1. janúar 2017 og hún má ekki hafa verið frumsýnd hérlendis né sýnd á netinu.

Einnig er opið fyrir skráningar á Reykjavík Talent Lab, hina árlegu vinnustofu fyrir unga og upprennandi kvikmyndagerðarmenn sem fer fram 2. – 6. október samhliða hátíðinni.

Allar nánari upplýsingar um hátíðina og hvernig skuli sækja um er að finna á heimasíðu RIFF. Einnig er hægt að hafa samband við riff@riff.is og program@riff.is.