Um KMÍ
  • 1. desember, Kvikmyndamiðstöð Íslands

Sources 2 óskar eftir umsóknum fyrir vinnustofu

1. desember

Í samvinnu við Medienboard Berlin-Brandenburg og MFG Filmförderung Baden-Württemberg óskar Sources 2 eftir umsóknum fyrir handritsþróunarvinnustofu sem fer fram frá 12. – 20. apríl 2018 í Berlín/Brandenburg. Óskað er eftir bæði kvikmyndum í fullri lengd í þróun ásamt skapandi heimildamyndum í þróun. Umsóknarfrestur rennur út 1. desember 2017.

Sources 2 eru þýsk samtök sem standa fyrir ýmsum þjálfunaratburðum fyrir evrópskt kvikmyndagerðarfólk sem sérhæfir sig í þróun handrita. 

Nánari upplýsingar um hvernig skuli sækja um má nálgast á heimasíðu Sources 2.